Reiknivél húsnæðisbóta

Fjárhæð húsnæðisbóta tekur mið af fjölda heimilismanna óháð aldri. Því er mikilvægt að setja inn fjölda allra heimilismanna svo húsnæðisbæturnar verði rétt reiknaðar miðað við fjölda í heimili.
Hér er átt við allar skattskyldar tekjur (fyrir skatt), þ.e. laun, eftirlaun, fjármagnstekjur, lífeyrir, tryggingabætur og örorkubætur. Sem dæmi um fjármagnstekjur eru t.d. leigutekjur, arðgreiðslur, vaxtatekjur og hagnaður af sölu hlutabréfa.
Allar eignir heimilsmanna, 18 ára og eldri, að frádregnum öllum skuldum. Eignir í þessu sambandi geta verið innlendar og erlendar fasteignir, bifreiðir, bifhjól og hjólhýsi, innistæður í innlendum eða erlendum bönkum, Innlend og erlend verðbréf eða kröfur og hlutabréf. Skuldir í þessu samhengi eru t.d. eftirstöðvar skulda vegna íbúðarhúsnæðis og aðrar skuldir, sbr. reiti 45, 165 og 168 í skattframtali.
Leigufjárhæð sem greidd er fyrir afnot af húsnæði. Aðrar greiðslur svo sem fyrir hita, vatn, rafmagn, hússjóð, viðhald o.fl., teljast ekki til húsnæðiskostnaðar.

Útreikningur húsnæðisbóta samkvæmt reiknivélinni byggir á þeim forsendum sem þú gafst upp og telst ekki bindandi ákvörðun um húsnæðisbætur. Útreikningur miðast við greiðslur húsnæðisbóta fyrir heilt almanaksár.

Þessi síða notar vafrakökur

Lesa meira